Lýðræðinu ber að þakka betra tilboð

Höfnun forsetans hefur nú þegar skilað sér í hagstæðara tilboði Breta sem nemur 80 ma.kr. eða 800 þ.kr. á hverja 4ra manna fjölskyldu.  Við skulum ekki gera lítið úr því hverju höfnun forsetans hefur áorkað.  Ég er viss um að ef við ættum olíusjóð eins og Norðmenn þá væri ríkisstjórnin löngu búin að greiða IceSave skuldina úr honum!

Annars er ég á þeirri skoðun að betra tilboð Breta sé einungis klókt bragð þeirra til að reyna að gera kosningarnar marklausar og Jóhanna beit á agnið hugsunarlaust.  Svo er alls óvíst hvaða tilboð bíður okkar eftir helgi og ekkert víst að það náist samkomulag.  Sumir vildu fresta kosningunum.  Hversu oft hefðum við átt að fresta kosningunum ef samkomulag myndi dragast á langinn?  Hvað þá ef við hefðum hætt við kosningarnar og engir nýir samningar nást, ættu þá bara þessi lög að taka gildi sem ríkisstjórnin þvignaði í gegnum þingið en þjóðin er á móti?

Stjórnarskrárvarinn réttur forsetans og kosningar okkar er mikilvægur hluti lýðræðisins.  Ekki gera lítið úr honum heldum mætum öll á kjörstað.


mbl.is Um 40% kjörsókn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband