Færsluflokkur: Bloggar

Lýðræðinu ber að þakka betra tilboð

Höfnun forsetans hefur nú þegar skilað sér í hagstæðara tilboði Breta sem nemur 80 ma.kr. eða 800 þ.kr. á hverja 4ra manna fjölskyldu.  Við skulum ekki gera lítið úr því hverju höfnun forsetans hefur áorkað.  Ég er viss um að ef við ættum olíusjóð eins og Norðmenn þá væri ríkisstjórnin löngu búin að greiða IceSave skuldina úr honum!

Annars er ég á þeirri skoðun að betra tilboð Breta sé einungis klókt bragð þeirra til að reyna að gera kosningarnar marklausar og Jóhanna beit á agnið hugsunarlaust.  Svo er alls óvíst hvaða tilboð bíður okkar eftir helgi og ekkert víst að það náist samkomulag.  Sumir vildu fresta kosningunum.  Hversu oft hefðum við átt að fresta kosningunum ef samkomulag myndi dragast á langinn?  Hvað þá ef við hefðum hætt við kosningarnar og engir nýir samningar nást, ættu þá bara þessi lög að taka gildi sem ríkisstjórnin þvignaði í gegnum þingið en þjóðin er á móti?

Stjórnarskrárvarinn réttur forsetans og kosningar okkar er mikilvægur hluti lýðræðisins.  Ekki gera lítið úr honum heldum mætum öll á kjörstað.


mbl.is Um 40% kjörsókn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur hvaða tilboði sem er

Ríkisstjórnin virðast vilja taka hverju því tilboði sem þeim býðst frá herraþjóðunum.  Nú vilja þau hoppa á það tilboð sem Bretar gáfu um daginn.  Það tilboð var auðvitað bara snilldarbragð hjá Bretum til að reyna að gera kosningarnar marklausar.  Ríkisstjórnin beit á agnið og segir linnulaust að þetta séu marklausar kosningar.  Þau virðast tala máli herraþjóðanna við hvert tækifæri.

Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin (sem ég reyndar kaus) skuli ekki fara að vilja þjóðarinnar.  Þau þröngvuðu þessu hræðilegu lögum gegnum þingið og núna reyna þau að gera lítið úr kosningunum.  Allt veikir þetta samningastöðu okkar og þyrfti að senda þau á námskeið í samningatækni.  Samninganefndin sjálf hefur þekkinguna og hefur margoft beðið ríkisstjórnina um að gera ekki lítið úr kosningunum því þær bæti samningsstöðu okkar.  Jóhanna hlustar ekki á nefndina og segist ekki ætla að mæta á kjörstað.  Hvernig getur hún verið forsætisráðherra þegar hún vinnur gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar?

Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður að hafna þessum óhagstæða samningi sem er á borðinu, því annars tekur hann gildi.  Hver á að mæta á kjörstað til að hafna samningnum ef Jóhanna ætlar ekki að gera það?  Þetta er ekki beint gott fordæmi, hún vill e.t.v. að hann verði samþykktur?

Á meðan ekki hefur verið gerður nýr samningur þá þarf að hafna þeim óhagstæða sem nú liggur á borðinu, því það er alls óvíst að annars náist nokkuð nýtt samkomulag!

Sýnum lýðræðinu virðingu og mætum á kjörstað á morgun.


mbl.is Tilbúnir til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður að mínu skapi

Sem betur fer greip Ólafur Ragnar inn í atburðarrás IceSave-málsins, annars sætum við uppi með hræðilegt samkomulag.  Núna reynir Ríkissstjórnin að veikja samningastöðu okkar gagnvart Bretum og Hollendingum með að gera lítið úr kosningunum.  Senda þarf ríkisstjórnina á námskeið í samningatækni, þau kunna vart að sýna lævísi eða útsjónarsemi, þau vilja einungis samþykkja það sem býðst frá herraþjóðunum hverju sinni!  Þetta er snilldarbragð hjá Bretum að bjóða aðeins betri samning rétt fyrir kosningar til að reyna að gera kosningaúrslitin marklaus. Ríkissjórnin bítur svo auðvitað á agnið og talar máli Breta núna rétt fyrir kosningar.

Það er ótrúlegt að forsætisráðherrann, sem ég reyndar kaus, skuli haga sér með þessum hætti.  Þau fylgja ekki vilja þjóðarinnar og ætla að sýna lýðræðinu þá óvirðirðingu að mæta ekki á kjörstað!  Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður að hafna þessum óhagstæða samningi sem er á borðinu, því annars tekur hann gildi.  Hver á að mæta á kjörstað til að hafna samningnum ef Jóhanna ætlar ekki að gera það?  Þetta er ekki beint gott fordæmi, hún vill e.t.v. að hann verði samþykktur?  Ríkisstjórnin hefur ekki fylgt vilja þjóðarinnar í þessu máli í langan tíma.


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrarnir leiðinlegir

Ótrúlegt hvað er rannsakað núorðið.  Hvað er næst?  "Fólk sem sefur lengi vakir meira" eða "Fólk sem borðar mikið losar meira rusl".  Það þarf ekki að vera orsakasamband á milli þess að spila tölvuleiki og sýna "andfélagslega hegðun" 16 árum síðar, eins og niðurstaðan á víst að sýna.

Allt eins líkleg skýring væri að foreldrarnir séu einfaldlega leiðinlegir og því ekkert skrítið að unglingurinn nenni ekki að tala við þá 16 árum síðar.  Leiðinlegt fólk nefnilega skánar sjaldan þó langur tími líði.

Það ætti e.t.v. að rannsaka af hverju það eru svona margir með húðsjúkdóma í Bláa lóninu.  Sumir gætu dregið þá ályktun að það sé vegna þess að vatnið í Lóninu valdi húðsjúkdómum!


mbl.is Skjáir í stað tengsla við fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband